SANDRA REBEKKA
artist - digital illustartor - educator - researcher
LISTSKÖPUN
Frá því að ég man eftir mér hef ég skapað, hvort sem um var að ræða söng, lagasmíð, teikningar eða flíkur. Það eru líklega ekki margar leiðir til sköpunar sem ég hef ekki prufað á einhvern hátt. Með aldrinum fór ég þó að leggja aukna áherslu á sjónlistir og tónlist og hef stundað nám í hvoru tveggja. Ég sótti listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri og síðar stundaði ég nám í fagurlist við Myndlistarskólann á Akureyri. Ég hef verið í söngnámi við Tónlistarskólann á Akureyri af og til frá því að ég var sextán ára, bæði í klassískum söng og djass og dægurlaga söng.

SJÓNLISTAKENNSLA
Heimasíða sjónlistakennslu Söndru Rebekku
Ég hóf kennslu við Giljaskóla haustið 2015 og var ráðin í afleysingar í sjónlistakennslu. Fyrstu tvö árin starfaði ég sem afleysing á sex mánaða samningi í senn. Þá tók ég mín fyrstu skref sem grunnskólakennari og fetaði mig hægt áfram þar sem um tímabundna stöðu var að ræða. Frá og með haustinu 2017 hef ég verið fastráðin sem sjónlistakennari skólans. Þá fyrst fór ég að gera stærri breytingar á aðstöðu, verkfærum, efnivið og kennslu. Síðan þá hef ég haldið áfram þróað eigin nálgun á kennslu, mótaða eftir starfskenningu minni og lagt áherslu á starfendarannsóknir og þróunarverkefni.
RAFRÆNAR FERILBÆKUR
Lærdómssamfélag í skóla margbreytileikans
Þetta vefsvæði er tileinkað meistararannsókn Söndru Rebekku í menntavísindum. Rannsóknin sneri að þróun rafrænna ferilbóka í kennslu með það að markmiði að stuðla að aukinni einstaklingsmiðun í kennslu rannsakanda í sjónlistum á unglingastigi. Stuðst var við hugmyndafræði lærdómssamfélagsins og myndaði rannsakandi lærdómssamfélag með eigin nemendum.

.png)
ERASMUS+
Árið 2017 hóf ég vegferð að Erasmus+ verkefni og hef ég tvívegis staðið að umsókn vegna þessa, í samstarfi við samstarfsmenn mína. Vorið 2018 hlaut ég ásamt samstarfsfélögum styrk frá Erasmus+ fyrir hönd Giljaskóla til þess að sækja námskeið í þvermenningarlegri verkefnastjórnun. Námskeiðið var fyrsta skref teymisins í verkefni sem snýr að sköðun, tækni og samfélagslegum samræðum á milli ólíkra menninga. Á námskeiðinu fengum við mikla fræðslu í verkefnastjórnun, þvermenningarlegri samvinnu og kynntumst umsóknarferli og umsýslu Erasmus+ verkefna í þaula. Teymið kynnti skólann og íslenska menningu ásamt því að kynnast skólakerfi annarra evrópu landa. Nú hafa myndast tengsl við einstaklinga þvert á evrópu með það að markmiði að efla samvinnu í frekari samstarfsverkefnum. Vorið 2020 hlaut hópurinn aftur styrk og í þetta sinn til að sækja námskeið í nýsköpun og frumkvöðlastarfi í skólum. Á heimasíðu verkefnisins má lesa um allt sem því tengist, kynnast teyminu, skoða instagram og twitter reikninga verkefnisins og fylgjast með áframhaldandi tækifærum.
FERILSKRÁ
RANNSÓKNIR OG KENNSLUSVIÐ
Listkennsla, hlutverk lista í menntun, notkun stafrænna miðla og tækni í kennslu, innleiðing sköpunar í menntun og saga listkennslu í skyldunámi á Íslandi.
MENNTUN
2022– Ph.D Doktorsnám í Menntavísindum við Háskóla Íslands
2019 M.A. gráða í Menntavísindum með áherslu á sérkennslufræði við Háskólann á Akureyri
2014 Diplóma í Fagurlistum (þrjú ár) frá Myndlistaskólanum á Akureyri
2011 B.Ed. gráða í Menntavísindum með áherslu á myndlistakennslu frá Háskóla Íslands
KENNSLA
2022 Stundakennari við Háskólann á Akureyri: Kenndi hluta í eftirfarandi námskeiði; MÆL1505, Málörvun og læsi (B.Ed námskeið)
2020–2021 Stundakennari við Háskólann á Akureyri: Bar ábyrgð á utanumhaldi og kennslu eftirfarandi námskeiða; MYN0256, Myndlist og myndlistaruppeldi og STL0156, Samtímalist (B.Ed. námskeið)
2018–2020 Stundakennari við Háskólann á Akureyri: Bar ábyrgð á utanumhaldi og kennslu eftirfarandi námskeiðs; TMK0156, Tölvur, myndlist og kennsla (B.Ed. námskeið)
2017–2020 Stundakennari við Háskólann á Akureyri: Kenndi hluta í eftirfarandi námskeiðum; MOS0156, Menning og samfélag, BÍS0156, Barnið í samfélaginu, LEK0156, Leikur sem kennsluaðferð (B.Ed. námskeið), MÁL1505, Málörvun og læsi (M.A. námskeið)
FAGLEG STÖRF
2015– Sjónlistakennari við Giljaskóli á Akureyri
2016–2019 Kennari við Myndlistaskólann á Akureyri; Kenndi námskeið í heimspeki og fagurfræði, var leiðbeinandi ritgerðarskrifa fyrsta og annars árs nemenda sem og leiðbeinandi rannsóknarverkefna útskriftarnema
2016–2019 Prófdómari við Myndlistaskólann á Akureyri, bæði við árlegt jólapróf allra nemenda sem og við lokaverkefni útskriftarnema
2017–2018 Kennari við Punktinn; Kenndi myndlistarnámskeið fyrir nemendur á miðstigi
ÚTGÁFUR OG KYNNINGAR
2020 Rafrænar ferilbækur sem leið að aukinni námsvitund. Starfendarannsókn í sjónlistum. Ritrýnd grein í Netlu - veftímarit um uppeldi og menntun (https://netla.hi.is/greinar/2020/ryn/07.pdf)
2020 Stafrænt kennsluskipulag sem leið að aukinni sjálfbærni. Erindi haldið af Eymennt (endurmenntun fyrir kennara)
2019 Stop Motion. Erindi á ráðstefnu leikskólakennari á norðurlandi
2018 Erindi fyrir starfsfólk fræðsluskrifstofu Akureyrar um sjónlistakennslu við Giljaskóla
2018 Rafrænar ferilbækur. Erindi haldið af Eymennt (endurmenntun fyrir kennara)
2016 Má ekki bara sleppa þessum listgreinum? - Hlutverk listgreina í skólakerfinu. Fyrirlestur á Listasafni Akureyrar
LEIÐTOGASTÖRF OG ÞJÓNUSTA
2019–2020 Verkefnastjóri innleiðingu Réttindaskóla UNICEF við Giljaskóla
2020 Umsjónarmaður umsóknarferlis vegna KA1 umsóknar við ErasmusPlus
2018–2019 Verkefnastjóri ErasmusPlus verkefnis við Giljaskóla: Sköpun, tækni og þvermenningarlegt samtal (https://listaspira.wixsite.com/erasmusplus)
2016– Leiðtogi List- og verkgreinateymis við Giljaskóla
2016–2018 Aðstoðarformaður Myndlistarfélags Akureyrar
STYRKIR OG VERÐLAUN
2020 Viðurkenning fræðsluráðs fyrir framúrskarandi nýsköpun- og þróunarverkefni
2020 Hlaut styrk frá Barnamenningarhátíð fyrir verkefnið Barn sem nýtur réttinda sinna, listasýning í samvinnu við Naustaskóla, Grenivíkurskóla og MAK
2019 Hlaut styrk frá eTwinning til þess að sækja árlega ráðstefnu eTwinning á frönsku ríverunni
2018– Hlaut styrk frá ErasmusPlus, sem hluti af KA1 verkefni Giljaskóla til að sækja námskeið í frumkvöðla og nýsköpunarstarfi í skólum, hlaut styrk frá ErasmusPlus, KA1 fyrir hönd Giljaskóla til þess að sækja námskeið í þvermenningarlegri verkefnastjórn
SÝNINGAR
Einkasýningar
2018 No. 3, einkasýning í húsnæði Vinstri grænna á Akureyri
2016 No. 2, einkasýning í Mjólkurbúðinni, Akureyri
2015 No. 1, einkasýning í Pakkhúsinu, Akureyri
Samsýningar
2006–2019 Þátttakandi í fjölda samsýninga með samnemendum, listamönnum og myndlistakennurum á Akureyri í ýmsum sölum